Fótbolti

Barcelona fær að kaupa leikmenn í sumar

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Börsungar geta tekið gleði sína á ný.
Börsungar geta tekið gleði sína á ný. Vísir/Getty
Félagaskiptabannið sem FIFA refsaði Barcelona með fyrir að brjóta reglur um félagaskipti erlendra leikmanna undir átján ára aldri tekur ekki gildi í sumar eins og úrskurðað var um í byrjun apríl.

Fram kemur á heimasíðu FIFA að Barcelona hafi áfrýjað úrskurði sambandsins og hefur áfrýjunin verið tekin til greina.

Larry Mussenden, formaður áfrýjunarnefndar FIFA, tók því ákvörðun um að félagaskiptabannið hefjist ekki í sumar en Börsungum átti að vera meinað að kaupa leikmenn í sumar og í næsta félagaskiptaglugga í janúar á næsta ári.

Er þessi ákvörðun tekin vegna þess hversu flókið málið er og vegna þeirrar ástæðu að áfrýjunarnefndin getur ekki tekið afstöðu í málinu áður en það verður tekið fyrir hjá íþróttadómstólnum.

Þetta eru mikil gleðitíðindi fyrir Barcelona en það lítur út fyrir að liðið verði titlalaust í fyrsta skipti í sex ár og er þörf á nýjum andlitum á Nývang.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×