Fótbolti

Barcelona býðst til að spila vináttuleik við Chapecoense næsta sumar

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Börsungar vilja hjálpa til.
Börsungar vilja hjálpa til. vísir/getty
Spánarmeistarar Barcelona eru búnir að bjóða brasilíska félaginu Chapecoense að spila við sig vináttuleik næsta sumar og hafa einnig boðist til að aðstoða Brassana við að endurbyggja grunnstoðir félagsins.

Nítján leikmenn Chapecoense fórust í flugslysi í Kólumbíu þegar liðið var að ferðast í kringum fyrri leik liðsins í Copa Sudamericana en Chapecoense fékk afhentan bikarinn að beiðni kólumbíska liðsins Atletico Nacional sem átti að mæta því í úrslitaleiknum.

Sjá einnig:Fréttamaður BBC: Chapecoense afþakkar líklega þjónustu Eiðs Smára

Vináttuleikurinn sem um ræðir er hinn árlegi Joan Gamper bikarleikur þar sem Barcelona mætir alltaf liði sem það býður á Nývang til að spila á móti sér.

Barcelona vill með þessu votta Chapecoense og þeim sem fórust virðingu sína en alls létust 71 í þessu skelfilega flugslysi.

„Við viljum gera þetta að stórum atburði til að votta samúð okkar og sýna Chapecoense virðingu. Auk þess að bjóðast til að spila við Chapecoense um Joan Gamper-bikarinn hefur Barcelona einnig boðist til að hjálpa brasilíska félaginu að endurbyggja grunnstoðir þess,“ segir í yfirlýsingu frá Barcelona.


Tengdar fréttir

Brasilía og Kólumbía spila góðgerðarleik fyrir Chapecoense

Búið er að setja á vináttulandsleik á milli Brasilíu og Kólumbíu í lok janúar þar sem allur ágóði mun renna til fjölskyldna fórnarlamba flugslyssins í Kólumbíu þar sem meirihluti leikmanna brasilíska liðsins Chapecoense lést.

Forstjóri flugfélagsins handtekinn

Yfirvöld í Bólivíu hafa handtekið forstjóra flugfélagsins sem átti vélina er hrapaði í Kólumbíu með brasilíska fótboltaliðið Chapecoense innanborðs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×