Fótbolti

Barca horfir til Cuardrado fyrst Bellerín er of dýr

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Juan Cuadrado fagnar marki með Juventus.
Juan Cuadrado fagnar marki með Juventus. vísir/getty
Spænska stórliðið Barcelona er nú sagt íhuga kaup á kólumbíska leikmanninum Juan Cuadrado frá Juventus en það leitar logandi ljósi að hægri bakverði.

Barcelona vill fá Héctor Bellerín frá Arsenal og er tilbúið að seilast ansi langt til að landa Spánverjanum. Ekki þó svo langt að það sé tilbúið að borga þær 50 milljónir evra sem Arsenal vill fá fyrir hann.

Cuadrado er að upplagi sóknarmaður þó hann hafi spilað mikið sem vængbakvörður hjá Juventus en yfir höfuð er hann ekkert hrifinn af því að spila sem varnarmaður. Sjálfur vonast hann til þess að vera áfram hjá Juvetnus.

Barcelona er sagt hafa fylgst með Kólumbíumanninum í þó nokkurn tíma og verið með hann á lista þegar að hann spilaði fyrir Chelsea. Ekkert varð þó úr því að það lagði inn kauptilboð.

Spænska félagið ætlar að leggja allt í sölurnar til að kaupa Marco Verratti frá Paris Saint-Germain í sumar en það gæti reynst ansi dýrt. Það verða því líklega ekki til fjármunir til að kaupa hægri bakvörð sem vill helst ekki spila sem varnarmaður á 50 milljónir evra.

Héctor Bellerín er sjálfur sagður hafa mikinn á því að snúa aftur til Barcelona en þar spilaði hann sem ungur drengur. Hann er núna með spænska U21 árs landsliðinu á EM.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×