FIMMTUDAGUR 30. MARS NÝJAST 07:51

Vill ekki ađ Trump vinni međ demókrötum

FRÉTTIR

Baráttan um sćti í úrslitakeppninni harđnar

 
Körfubolti
07:00 02. MARS 2017
Matthías Orri Sigurđarson og félagar í ÍR fara til Ţorlákshafnar og mćta Ţór.
Matthías Orri Sigurđarson og félagar í ÍR fara til Ţorlákshafnar og mćta Ţór. VÍSIR/EYŢÓR

20. umferð Domino's-deildar karla hefst í kvöld með fjórum leikjum en þetta er þriðja síðasta umferð deildarkeppninnar. Mikil spenna ríkir á öllum vígstöðvum um deildarmeistaratitilinn, síðustu sætin í úrslitakeppninni og hvaða lið fellur með Snæfelli.

Þrjú lið hafa stungið önnur af en aðeins tvö stig skilja þau að. Öll þrjú, KR, Tindastóll og Stjarnan, spila í kvöld en eiga erfið verkefni fyrir höndum. KR tekur á móti spræku liði Keflavíkur sem hefur ekki tapað leik síðan Friðrik Ingi Rúnarsson tók við þjálfun þess og hin tvö eiga erfiða leiki á útivöllum – Stjarnan gegn Grindavík og Tindastóll gegn Skallagrími sem er í harðri fallbaráttu gegn Haukum.

Í toppbaráttunni er KR skrefinu á undan með 30 stig en hin tvö eru jöfn að stigum með 28 stig hvort.

Aðeins tvö stig skilja að liðin í 5.-9. sæti deildarinnar en átta efstu komast áfram í úrslitakeppnina. Eitt þeirra mun því sitja eftir.

Einn innbyrðisslagur verður í þessari baráttu í kvöld þegar Þór tekur á móti ÍR í Þorlákshöfn. ÍR-ingar hafa verið sjóðheitir á heimavelli og unnið sex leiki í röð í Seljaskóla. Árangurinn á útivelli er hins vegar ekkert til að hrópa húrra fyrir, þrjú töp í röð og aðeins tveir sigrar í níu leikjum alls á tímabilinu.

Þess má einnig geta að í þessari viðureign mætast tveir skemmtilegustu stuðningsmannahópar deildarinnar; Græni drekinn sem verður á heimavelli og Ghetto Hool­igans sem hafa gert allt vitlaust í Breiðholtinu að undanförnu.

Skallagrímur er sem stendur í tíunda sæti deildarinnar en gæti dottið niður í fallsæti með tapi gegn Tindastóli í kvöld ef Haukar vinna botnlið Snæfells á morgun. Nýliðarnir úr Borgarnesi voru þó hársbreidd frá því að vinna Stjörnuna í síðustu umferð.

Grindavík fer svo langt með að tryggja sér heimavallarrétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar með sigri á Stjörnunni í Mustad-höllinni suður með sjó í kvöld.

Allir leikir kvöldsins hefjast klukkan 19.15 í kvöld en viðureign KR og Keflavíkur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Körfubolti / Baráttan um sćti í úrslitakeppninni harđnar
Fara efst