Erlent

Barack Obama náðaði kalkúna

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Barack Obama lék á als oddi þegar hann náðaði kalkúnana.
Barack Obama lék á als oddi þegar hann náðaði kalkúnana. Vísir/Getty
Barack Obama Bandaríkjaforseti náðaði fyrr í dag tvo kalkúna en á morgun er þakkargjörðardagurinn haldin hátíðlegur í Bandaríkjunum. Er náðunin árleg hefð sem haldið hefur verið í frá árinu 1947.

Kalkúnarnir Honest og Abe, frá Kaliforníu, verða því ekki hluti af veislumáltíð heldur fá þeir að lifa lífinu á búgarði í Virginíu.

Maðurinn sem ræktaði kalkúnina heitir dr. Jihad Douglas en Obama forðaði sér frá vandræðum með því kalla hann einungis dr. Douglas og vísaði því ekki til fyrra nafn hans sem þýða má sem heilagt stríð múslima gagnvart vantrúarmönnum.

Bandaríkjaforseti hefur náðað kalkúna frá árinu 1947 þegar Harry S. Truman náðaði kalkúna. Obama var í góðu skapi og grínaðist við viðstadda blaðamenn.

„Eins og þið vitið hafa nokkrir kalkúnar háð harða baráttu undanfarna mánuði um að koma sér hingað í Hvíta húsið,“ grínaðist Obama og vísaði þar væntanlega til kosningarbaráttu Demókrata og Repúblikana um forsetaembættið sem nú stendur yfir en þessi brandari uppskar ekki mikinn hlátur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×