Lífið

Bara transgender konur á forsíðunni

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Á nýjustu forsíðu tímaritsins Candy eru fjórtán konur - þær frægustu í heimi transfólks. Um er að ræða hefti sem verður aðeins selt í 1500 eintökum í tilefni af fimm ára afmæli tímaritsins.

Candy kom fyrst út árið 2009 en það heitir eftir listagyðju listamannsins Andy Warhol, Candy Darling. Er þetta fyrsta tímaritið sem kom á markað sem var eingöngu miðað að transfólki.

Konurnar á nýjustu forsíðunni eru kallaðar fyrirmyndir en þar má meðal annars sjá Orange is the New Black-stjörnuna Laverne Cox, ofurfyrirsætuna Carmen Carrera og rithöfundinn Janet Mock.

Hinar konurnar á forsíðunni eru Geena Rocero, Isis King, Gisele Alicea, Leyna Ramous, Dina Marie, Nina Poon, Juliana Huxtable, Niki M'nray, Pêche Di, Carmen Xtravaganza og Yasmine Petty en ljósmyndina tók Mariano Vivanco.

Hér fyrir neðan má sjá myndband úr tökunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×