MIĐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ NÝJAST 09:30

Chelsea tekur viđ af Man. Utd sem hatađasta liđiđ á Englandi

SPORT

Bara ţrjár ţjóđir voru međ betri sóknarnýtingu en Ísland

 
Handbolti
11:30 21. JANÚAR 2016
Aron Pálmarsson í leiknum á móti Króatíu.
Aron Pálmarsson í leiknum á móti Króatíu. VÍSIR/VALLI

Íslenska landsliðið er úr leik á Evrópumótinu í handbolta í Póllandi en liðið var samt með fjórðu bestu sóknarnýtinguna í riðlakeppninni samkvæmt tölfræði mótshaldara.

Íslenska liðið skoraði 92 mörk úr 164 sóknum og nýtti því 56 prósent sókna sinna í leikjunum þremur á móti Noregi, Hvíta Rússlandi og Króatíu.

Það voru því bara þrjár þjóðir sem voru með betri sóknarnýtingu á mótinu og tvö þeirra unnu Ísland í B-riðlinum eða Króatíu og Noregur. Þriðja liðið eru síðan lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar í Danmörku.

Íslenska liðið lækkaði ekki mikið við að nýta aðeins 47 prósent sókna sinna í Króatíuleiknum því liðið nýtti yfir 60 prósent sókna sinna á móti bæði Hvít Rússum og Norðmönnum.

Pólland og Spánn unnu sína riðla en bæði lið voru með verri sóknarnýtingu en íslenska landsliðið í riðlakeppninni.

Króatar voru eina liðið sem skoraði fleiri mörk en Ísland en íslenska liðið fékk á sig flest mörk í riðlakeppninni.

Mótherjar íslenska liðsins nýttu 62 prósent sókna sína í Íslandsleikjunum og þar liggur aðalástæða þess að íslensku strákarnir eru á heimleið frá Póllandi.

Besta sóknarnýtingin í riðlakeppni EM 2016:
1. Króatía 60% (158/95)
2. Danmörk 59% (154/91) - vann sinn riðil
3. Noregur 58% (151/88) - vann sinn riðil
4. Ísland 56% (164/92) - úr leik
5. Frakkland 54% (167/91)
6. Hvíta Rússland 54% (162/87)
7. Pólland 53% (158/84) - vann sinn riðil
8. Spánn 53% (151/80) - vann sinn riðil
9. Þýskaland 53% (154/81)
10. Ungverjaland 52% (155/80)
11. Serbía 51% (158/81) - úr leik
12. Rússland 50% (159/80)
13. Svartfjallaland 49% (154/76) - úr leik
14. Makedónía 49% (149/73)
15. Svíþjóð 49% (145/71)
16. Slóvenía 46% (144/66) - úr leik


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Handbolti / Bara ţrjár ţjóđir voru međ betri sóknarnýtingu en Ísland
Fara efst