Innlent

Bara einn vildi fella samning

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Verkalýðsfélagið semur við bæinn.
Verkalýðsfélagið semur við bæinn. Visir/GVA
Kjarasamningur Verkalýðsfélags Akraness og Sambands íslenskra sveitarfélaga var í gær samþykktur með 97,8 prósentum greiddra atkvæða. Skrifað var undir samninginn 3. febrúar síðastliðinn.

„Á kjörskrá voru 219 félagsmenn. Greidd atkvæði voru 46 talsins svo kosningaþátttaka var 21 prósent. Já sögðu 44. Nei sagði 1. Einn seðill var auður og enginn ógildur,“ segir á vef verkalýðsfélagsins. Samningurinn er sagður strax taka gildi. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×