Erlent

Banvænn sjúkdómur berst nú með útöndun

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Þeir sem vinna í kringum kameldýr eru í sérstakri hættu.
Þeir sem vinna í kringum kameldýr eru í sérstakri hættu. Vísir/AFP
Vísindamenn hafa fundið fyrstu visbendingar þess efnis að veira, sem á upptök sín í Austurlöndum nær, smitist nú einnig með útöndun.

The Middle East Resipatory Syndrome eða „MERS“ hefur dregið 327 af þeim 850 sem hafa greinst með sjúkdóminn til dauða allt frá því að hans varð fyrst var í Sádí Arabíu fyrir tveimur árum síðan.

Sérfræðingar hafa fram til þessa haldið að sjúkdómurinn smitist einungis með snertingu við smitbera, bæði dýr og menn, en sjúkdómurinn er algengastur meðal þeirra sem þurfa að vinna í nánd við kameldýr í Austurlöndum nær.

Nú hafa hins vegar skotið upp kollinum einangruð tilvik af veirunni víðsvegar um Asíu, Bandaríkjunum og að minnsta kosti tvö dæmi á Bretlandseyjum. Vísindamenn segja ummerki um veiruna í andrúmsloftinu „áhyggjuefni“.

Sýnin voru tekin í kameldýrabúi í Jeddah í Sádí Arabíu en eigandi búsins hafði látist skömmu áður úr MERS.

Sjúkdómar sem smitast með útöndun fá margfalt meiri dreifingu en þeir sem einungis smitast með náinni snertingu. Alþjóða heilbrigðisstofnuninni hefur biðlað til eigenda kameldýrabúa og sláturhúsa að gæta fyllsta hreinlætis og klæðast öryggisbúnaði í hvívetna til að hamla útbreiðslu hins banvæna sjúkdóms.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×