Lífið

Bannað að tala um vinnunna og allir verða að dansa

Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar
Símon og Ásrún vilja sjá alla dansa á svölum Petersen-svítunnar í dag.
Símon og Ásrún vilja sjá alla dansa á svölum Petersen-svítunnar í dag. Vísir/Vilhelm
„Það eru reglur og aðalreglurnar eru þær að þú verður að dansa og mátt ekki tala um vinnuna þína,“ segir Ásrún Magnúsdóttir um dansviðburðinn Lunch Beat sem rís úr dvala í dag. Í slagtogi með Ásrúnu er plötusnúðurinn Símon fknhndsm sem sér um að þeyta skífum.

Fyrir þá sem þekkja ekki fyrirbærið þá er um að ræða eins konar hádegisviðburð sem á rætur sínar að rekja til ársins 2010 í Svíþjóð en Lunch Beat snýst einfaldlega um það að fólk komi saman í hádeginu og dansi. Líkt og áður kom fram eru reglurnar einfaldar og segir Ásrún tilganginn meðal annars vera að gleyma stund, stað og daglegu amstri.

„Nei, bara helst ekki,“ segir Ásrún og hlær þegar hún er spurð að því hvort áhugasamir þurfi að kunna eitthvað fyrir sér í danslistum til þess að vera gjaldgengir á viðburðinn. Hún segir alla eiga að geta mætt og skemmt sér í dag en viðburðurinn stendur yfir í klukkutíma og hefst klukkan 12.00.

Herlegheitin fara fram á svölum Petersen-svítunnar í Gamla bíói. Aðgangur er ókeypis eru allir velkomnir. 

Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. júlí.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×