Erlent

Bannað að flytja ljónshöfuð eftir drápið á Cecil

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/epa
Bandarísku flugfélögin Delta og American Airlines hafa ákveðið að banna flutning á öllum veiðiminjagripum vegna drápsins á ljóninu Cecil. Í tilkynningu frá félaginu segir að héðan í frá megi ekki flytja neins konar leifar af ljónum, nashyrningum, hlébörðum, fílum eða buffaló-dýrum. Það gildi um allar vélar félagsins, hvaðanæva í heiminum.

Drápið á Cecil hefur vakið mikla reiði um heim allan, en hann var eitt frægasta ljón Afríku, og eitt helsta aðdráttarafl Hwange þjóðgarðsins í Zimbabwa. 


Tengdar fréttir

Bróðir Cecils skotinn til bana

Ljónið Jericho hafði annast unga Cecils áður en veiðiþjófar réðu hann af dögunum í Huwange þjóðgarðinum í Simbabve í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×