Lífið

Banna valda fána í keppninni

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Keppandi Bretlands er frá Wales.
Keppandi Bretlands er frá Wales. Nordicphotos/AFP
Keppandi Bretlands í Eurovision, Joe Woolford, mun ekki fá að sjá fána heimalands síns Wales þegar hann keppir í Eurovision síðar í mánuðinum.

Lista yfir þá fána sem má ekki bera í lokakeppni Eurovision í Svíþjóð var lekið á netið á dögunum og þar mátti sjá fána ISIS, Palestínu, Norður-Kýpur, Krímskaga og fleiri svæða.

Fáni Wales er einn þeirra sem hafa verið bannaðir og hefur það vakið furðu fjölmargra.

Einungis fánar keppnisþjóða og viðurkenndra þjóðríkja hjá Sameinuðu þjóðunum eru leyfilegir auk regnbogafána hinsegin baráttunnar og fána Evrópusambandsins. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. maí






Fleiri fréttir

Sjá meira


×