Lífið

Banks talar opinskátt um kynlíf

Elisabeth Banks
Elisabeth Banks Vísir/Getty
Elizabeth Banks vill fjarlæga alla skömm í kringum kvenlega kynverund.

Í nýlegu viðtali við New You tímaritið segir Banks meðal annars að ungu fólki sé gerður ógreiði með því að setja skömm inn í jöfnuna.

„Það er það sem ég hef mestar áhyggjur af og ástæða þess að ég tala svo opinskátt um kynlíf,“ segir Banks.

„Ég er talskona þess að stunda varið kynlíf, og að stunda ekkert kynlíf þar til þú verður brjálæðislega ástfangin. En á sama tíma hef ég engann áhuga á því að ungt fólk finni fyrir einhverri skömm yfir því sem þau er að gera, þeirra kynvitund eða líkama þeirra.“

Banks opnaði sig einnig um málefni á borð við foreldrahlutverkið, grín og líkamsímynd og viðurkenni að henni hefði ekki fundist hún falleg í langan tíma.

„Ég var heppin með gen. Ég get ekkert neitað því. En það er vinna að halda öllu í lagi,“ segir hún jafnframt. „Ég er með flott kinnbein og granna fætur en það hefur ekkert með mig að gera. Það var heppni.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×