Viðskipti innlent

Bankinn bregðist við

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Það hefur dregið verulega úr hækkun verðlags undanfarið.
Það hefur dregið verulega úr hækkun verðlags undanfarið. Fréttablaðið/Ernir
Tólf mánaða verðbólga samkvæmt vísitölu neysluverðs mælist 0,8 prósent í desember.

Það er undir neðri þolmörkum verðbólgumarkmiðs Seðlabankans, sem er 1 prósent. Þetta er í fyrsta sinn frá því markmiðið var tekið upp vorið 2001 sem það gerist. Í Morgunkorni Greiningar Íslandsbanka kemur fram að horfur eru á að verðbólga verði áfram í kringum 1,0 prósent fram á mitt næsta ár.

Nú þarf Seðlabankinn að rita greinargerð til stjórnvalda þar sem hann rekur orsakir lítillar verðbólgu, og greinir frá því hvernig hann hyggist bregðast við og leggja mat á hvenær markmiðinu verði náð að nýju.

Greining Íslandsbanka segir að það hljóti að teljast nokkur nýlunda að bankinn sé í þessari stöðu, enda hafi mikil og þrálát verðbólga verið viðfangsefni hans lengst af frá upptöku verðbólgumarkmiðsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×