Viðskipti innlent

Bankasýslan vill afrit af verðmati Landsbankans á Borgun

ingvar haraldsson skrifar
Borgun hefur greitt út 3 milljarða í arð frá því Landsbankinn seldi hlut í fyrirtækinu.
Borgun hefur greitt út 3 milljarða í arð frá því Landsbankinn seldi hlut í fyrirtækinu. vísir/ernir
Bankasýsla ríkisins hefur óskað eftir afriti af verðmati á Borgun sem lagt hafi verið fyrir bankaráð Landsbankans áður en ákvörðun um að selja 31,2 prósenta hlut í kortafyrirtækinu var tekin. Þetta kemur fram í bréfi sem Bankasýslan sendi bankaráði Landsbankans í síðustu viku.

Hlutur Landsbankans í Borgun var seldur á 2,2 milljarða króna en er samkvæmt nýjasta verðmati Borgunar er hluturinn metinn á 6 til 8 milljarða króna.

Í bréfinu kemur fram að Bankasýslunni hafi borist erindi frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu þann 28. apríl þar sem fram kemur að í ljósi fyrirspurna og umræðu á Alþingi vilji ráðuneytið fá upplýsingar um stöðu málsins og hvaða úrræða hafi verið gripið til.

Hafi formlegt verðmat ekki verið lagt fram óskar Bankasýslan eftir afriti af gögnum sem lögð voru til grundvallar verðmati bankans á eignarhlutnum. Þá er einnig spurt hvort bankinn hafi vitað til annars verðmats á bankanum.

Einnig er spurt hvort komið hafi til álit að hafa setja fyrirvara í kaupsamninginn um að auka greiðslur til Landsbankans væri félagið verðmætara en talið hafi verið.

Þá er einnig spurt hvort bankaráðið telji lokið athugun á Borgunarmálinu innan bankans og hvort gripið hafi verið nægjanlegra úrræða af hálfu bankans til að auka traust og trúverðugleika hans.  


Tengdar fréttir

Segir virði Borgunar vera um 20 milljarða

Kristján L. Möller segir hópinn sem keypti hlut Landsbankans í Borgun hafa hagnast um allt að sex milljarða og greitt sér helming kaupverðsins til baka. Ráðherra ítrekar að salan hafi átt sér stað í andstöðu við eigendastefnu ríkisins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×