Innlent

Bankastjóri MP: „Lögreglan hefur ekki leitað til okkar“

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Sigurður Atli segir bankann ekki njóta góðs af tengslum við Sigmund Davíð
Sigurður Atli segir bankann ekki njóta góðs af tengslum við Sigmund Davíð Mynd/MP banki
Sigurður Atli Jónsson, forstjóri MP banka, segir að bankinn hafi ekki notið góðs af tengslum sínum við Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Bankinn sendi fyrr í kvöld frá sér yfirlýsingum þar sem segir að bankinn vinni í öllum tilvikum í samræmi við lög.



Í samtali við Vísi í kvöld segir hann tengslin ekki hafa áhrif. „Það er auðvitað bara af og frá að ég eða MP banki höfum notið þess með einhverjum hætti eða forsætisráðherra hafi á einhvern hátt beitt sé rí þágu bankans,“ segir hann.

Vísir greindi frá því fyrr í kvöld að hótun sem fólst í fjárkúgunarbréfi sem barst Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra síðastliðinn fimmtudag hafi snúið að því að gera meinta íhlutun ráðherrans við lánafyrirgreiðslu MP banka til Pressunnar yrðu gerð opinber. Málið hefur verið til rannsóknar hjá lögreglu síðustu daga.

„Lögreglan hefur ekki leitað til okkar en að öðru leyti vil ég ekki tjá mig um mál sem er í lögreglurannsókn,“ segir Sigurður Atli aðspurður hvort lögreglan hafi verið í sambandi við bankann vegna málsins.




Ekki eru til nein opinber gögn sem tengja Sigmund Davíð við Pressuna, Björn Inga Hrafnsson eða önnur tengd fyrir tæki.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×