Viðskipti innlent

Bankamenn afsala sér bónusum vegna gagnrýni

ingvar haraldsson skrifar
Framkvæmdastjórar hollenska bankans ABN Amro þurftu að afsala sér bónusgreiðslum eftir mikla gagnrýni á bankann.
Framkvæmdastjórar hollenska bankans ABN Amro þurftu að afsala sér bónusgreiðslum eftir mikla gagnrýni á bankann. vísir/epa
Sex framkvæmdastjórar hjá hollenska ríkisbankanum ABN Amro hafa afsalað sér 100 þúsund evra bónus greiðslum, sem jafngildir um 15 milljónum króna vegna gagnrýni hollensk almennings á greiðslurnar. BBC greinir frá.

ABN Amro sagði í tilkynningu sagði að gagnrýnin kæmi illa niður á viðskiptavinum, starfsmönnum og trausti til bankans og því hafi verið hætt við greiðslurnar.

ABN Amro var þjóðnýttur í kjölfar fjármálakreppunnar árið 2008. Hollensk stjórnvöld hafa stefnt að því að setja bankann á markað á þessu ári en þeim áformum var frestað eftir að upp komst um bónusgreiðslurnar.

„Við vonumst til að þessi ákvörðun muni lægja öldurnar,“ segir í tilkynningu frá bankanum.

ABN Amro hagnaðist um ríflega 1,1 milljarð evra eða 168 milljarða íslenskra króna á síðasta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×