Viðskipti innlent

Bandarískur verktaki horfir til Íslands

Haraldur Guðmundsson skrifar
Forstjóri Cianbro hyggst snúa aftur til Bandaríkjanna í næstu viku.
Forstjóri Cianbro hyggst snúa aftur til Bandaríkjanna í næstu viku. Vísir/Valli
Forstjóri Cianbro, stærsta verktakafyrirtækis Maine-ríkis í Bandaríkjunum, er staddur hér á landi í leit að verkefnum í byggingariðnaði.

Í frétt á vefsíðu blaðsins Portland Press Herald segir að forstjórinn, Peter Vigue, ætli að funda með bæði stjórnmálamönnum og stjórnendum íslenskra fyrirtækja.

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur Vigue meðal annars fundað með starfsmönnum arkitektastofa í Reykjavík. Hann flaug til Grænlands í gær þar sem Cianbro er einnig í leit að verkefnum.

Fyrirtækið hefur komið að stórverkefnum á austurströnd Bandaríkjanna og byggingu nikkelverksmiðju á Nýfundnalandi og tveggja olíuborpalla í Brasilíu.

Heimsókn Vigue er í frétt Portland Press Herald tengd við ákvörðun Eimskips um að hefja siglingar á milli Íslands og borgarinnar Portland í Maine.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×