Erlent

Bandarískur læknir í New York smitaður af ebólu

Vísir/AP
Bandarískur læknir búsettur í New York hefur verið greindur með ebólu. Hinn þrjátíu og þriggja ára gamli Craig Spencer var nýkominn heim til sín frá Gíneu þar sem hann hafði tekið þátt í hjálparstarfi vegna faraldursins skæða sem lagt hefur tæplega fimmþúsund manns að velli í vesturhluta Afríku.

Hann fékk hita í gær og þegar leið á daginn var staðfest að hann væri smitaður. Þetta er í fyrsta sinn sem sjúkdómurinn greinist í stórborginni New York og í fjórða sinn sem veiran finnst í Bandaríkjunum. Bill de Blasio borgarstjóri New York sagði á blaðamannafundi í gærkvöldi að engin ástæða væri til að óttast smit enda sé afar erfitt að smitast af veirunni skæðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×