Erlent

Bandarískur kjarnorkukafbátur kominn til Suður-Kóreu

Atli Ísleifsson skrifar
Flugmóðurskipið bandaríska, Carl Vinson.
Flugmóðurskipið bandaríska, Carl Vinson. Vísir/AFP
Bandarískur kjarnorkukafbátur er kominn til Suður-Kóreu, á sama tíma og menn óttast að Norður-Kóreumenn ætli sér að sprengja enn eina kjarnorkusprengjuna í tilraunaskyni.

Báturinn, sem heitir USS Michigan, mun bætast í hóp flotadeildarinnar sem leidd er af flugmóðurskipinu Carl Vinson, en deildinni var stefnt til Kóreu á dögunum í ljósi mikillar spennu á svæðinu.

Norður-Kóreumenn fagna í dag 85 ára afmæli hersins og á undanförnum árum hefur ríkið nokkum sinnum sprengt tilraunasprengju á þeim degi.

Um borð í kafbátnum eru 154 Tomahawk flugskeyti og sextíu sérsveitarhermenn og er búist við því að báturinn taki þátt í heræfingum undan ströndum Kóreu ásamt flotadeildinni.


Tengdar fréttir

Útlit fyrir sjöttu kjarnorkuvopnatilraun Norður-Kóreu

Stjórnvöld í Norður-Kóreu virðast tilbúin að hefja kjarnorkutilraunir sínar í sjötta sinn. Þetta sýna gervihnattarmyndir af tilraunasvæði þeirra. Slíkt myndi auka verulega á spennuna í samskiptum þeirra og Bandaríkjamanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×