Erlent

Bandarískur hermaður felldur með vegasprengju

Samúel Karl Ólason skrifar
Harðir bardagar hafa átt sér stað í héraðinu á síðustu vikum.
Harðir bardagar hafa átt sér stað í héraðinu á síðustu vikum. Vísir/EPA
Bandarískur hermaður lét lífið og sjö særðust, þar á meðal einn Bandaríkjamaður, í vegasprengju í Helmand héraði í Afganistan í dag. Sprengjan sprakk þegar nokkrir hermenn voru á leið til aðstoðar heimamanna gegn Talibönum sem tóku stóran hluta héraðsins í fyrra. Um hundrað bandarískir hermenn berjast þar nú.

Talibanar sóttu hart fram þar í fyrra og neyddu afganska herinn til að yfirgefa herstöðvar og vegatálma.

Héraðið er mikilvægt Talibönum því þar fer stór hluti ópíumframleiðslu þeirra fram. Samkvæmt Washington Post stjórna Talibanar rúmum helmingi héraðsins og hafa harðir bardagar staðið yfir þar á síðustu vikum.

Þetta er í annað sinn á árinu sem að Bandaríkjamaður lætur lífið í Afganistan.


Tengdar fréttir

Bretar senda hermenn gegn Talibönum

Höfuðstöðvar lögreglunnar í bænum Sangin í Helmand héraði í Afganistan eru nú umsetnar af vígamönnum Talíbana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×