Erlent

Bandarískir hermenn lengur í Afganistan

Atli Ísleifsson skrifar
Skrifað var undir samkomulagið í afgönsku höfuðborginni Kabúl í dag.
Skrifað var undir samkomulagið í afgönsku höfuðborginni Kabúl í dag. Vísir/AFP
Ný ríkisstjórn Afganistans og bandarískir embættismenn hafa undirritað samkomulag sem gerir bandarískum hersveitum kleift að vera áfram í Afganistan, fram yfir áramót. Flestar hersveitir NATO munu yfirgefa landið á þessu ári.

Samkvæmt samkomulaginu munu hermenn NATO í Afganistan verða 12.500 talsins í upphafi næsta árs. 9.800 þeirra verða bandarískir hermenn en auk þess munu Þjóðverjar, Ítalir og fleiri sjá NATO fyrir hermönnum.

Hersveitirnar munu áfram vinna að baráttunni gegn hryðjuverkum auk þess að styðja við og þjálfa afganskar öryggissveitir.

Í frétt BBC kemur fram að Hamid Karzai, fyrrverandi forseti Afganistans, hafi áður neitað að skrifa undir samkomulagið sem leiddi til aukinnar spennu í samskiptum ríkjanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×