Innlent

Bandaríska sendiráðið hyggst spreyta sig aftur á íslenskunni

Bjarki Ármannsson skrifar
Myndband sendiráðsins í fyrra sló rækilega í gegn.
Myndband sendiráðsins í fyrra sló rækilega í gegn. Mynd/Skjáskot
Bandaríska sendiráðið á Íslandi auglýsir nú eftir tillögum að snúnum, íslenskum orðatiltækjum sem starfsmenn sendiráðsins geta spreytt sig á til gamans. Stendur til að taka upp tilraunir starfsmanna og deila á Facebook.

Sendiráðið ætlar þannig að fylgja eftir vinsældum svipaðs myndbands sem gert var í fyrra í tilefni Evrópska tungumáladagsins í september. Þar vöktu mikla lukku tilraunir starfsmannanna til að bera fram orðatiltækin „Enginn verður óbarinn biskup,“ „Með lögum skal land byggja,“ „Ég geri ekki neitt fyrir neinn sem gerir ekki neitt fyrir neinn,“ og fleiri. Það myndband má sjá hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×