Erlent

Bandaríska kjörmannaráðið staðfesti Trump sem forseta

Birgir Olgeirsson skrifar
Tilkynnt verður formlega um úrslitin 6. janúar næstkomandi.
Tilkynnt verður formlega um úrslitin 6. janúar næstkomandi. visir/epa
Bandaríska kjörmannaráðið hefur staðfest að Donald Trump verði næsti forseti Bandaríkjanna.

Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC greinir frá því að síðastliðnir vikur hafi kjörmenn fengið fjölda skeyta og símhringinga þar sem þeir eru hvattir til að staðfesta ekki Trump sem næsta forseta. Hann hefur hins vegar nú tryggt sér 270 kjörmenn, af 538, til að staðfesta sigurinn í forsetakosningunum.

Tilkynnt verður formlega um úrslitin 6. janúar næstkomandi.

Þúsundir mótmælenda höfðu komið saman víðs vegar um Bandaríkin til að hvetja kjörmenn í Repúblikanaflokksins til að styðja ekki Trump.

Margir höfðu vonast eftir því að kjörmennirnir myndu veita Hillary Clinton stuðning sinn en þegar upp var staðið höfðu fjórir Demókratar kosið annan frambjóðanda en Clinton. Tveir kjörmenn á vegum Repúblikana kusu ekki Trump. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×