Viðskipti erlent

Bandarísk stjórnvöld skella metsekt á Bank of America

Bjarki Ármannsson skrifar
Um er að ræða stærstu sekt sem bandarískur banki hefur þurft að greiða.
Um er að ræða stærstu sekt sem bandarískur banki hefur þurft að greiða. Vísir/AP
Bank of America hefur samþykkt að greiða bandarískum stjórnvöldum tæpa tvö þúsund milljarða íslenskra króna í refsingarskyni fyrir að villa um fyrir fjárfestum sem keyptu húsnæðislán af bankanum stuttu fyrir efnahagshrunið árið 2008.

BBC greinir frá. Eric Holder, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, fagnaði samningnum við bankann og kallar hann „stórt skref fram á við“.

Um er að ræða stærstu sekt sem bandarískur banki hefur þurft að greiða stjórnvöldum. Talið er að hagnaður Bank of America á þriðja ársfjórðungi muni dragast saman um rúma sex hundruð milljarða króna vegna samningsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×