Erlent

Bandaríkjaþing takmarkar hlerunarheimildir NSA

Atli Ísleifsson skrifar
Nýju lögin ganga undir nafninu USA Freedom Act og voru 67 þingmenn sem greiddu atkvæði með frumvarpinu, en 32 gegn.
Nýju lögin ganga undir nafninu USA Freedom Act og voru 67 þingmenn sem greiddu atkvæði með frumvarpinu, en 32 gegn. Vísir/AFP
Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í dag frumvarp sem takmarkar heimildir Þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna til upplýsingaöflunar. Með frumvarpinu falla umdeildar reglur úr gildi sem var komið á í kjölfar hryðjuverkaárásanna á Bandaríkin árið 2001.

Lögin koma í stað hins svokallaða Patriot Act, laga þar sem kveðið er á um reglur sem þjóðaröryggisstofnunin fylgir þegar kemur að eftirliti á gagna-og símaumferð.

Í frétt BBC segir að lögin auki getu bandarískra yfirvalda til að safna saman gögnum, með víðtækum takmörkunum þó.

Nýju lögin ganga undir nafninu USA Freedom Act og voru 67 þingmenn sem greiddu atkvæði með frumvarpinu, en 32 gegn.

Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur sagst ætla að staðfesta lögin, en hann hefur sagt hið nýja frumvarp nauðsynlegt í baráttunni gegn hryðjuverkum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×