Erlent

Bandaríkjamenn óttast ebólu

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/ap
Bandarískur hjálparstarfsmaður, sýktur af ebólaveiru, verður fluttur á sjúkrahús í Atlanta í Bandaríkjunum á næstu dögum. Bandaríkjamenn óttast að veiran muni berast þangað, en í ár hefur veiran lagt rúmlega sjö hundruð manns af velli.

Sjúkrahúsið býr sig nú undir komu sjúklingsins sem veiktist í flugi frá Líberíu til Nígeríu í síðustu viku en flogið verður með hann innan fárra daga til Bandaríkjanna þar sem hann fær læknisaðstoð og aðhlynningu á Emory University sjúkrahúsinu. Miklar öryggisráðstafanir hafa verið gerðar en víða ríkir mikill ótti þess efnis að heimsfaraldur sé í uppsiglingu.

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin tilkynnti í gær veittar yrðu hundrað milljónir dollara í baráttuna gegn þessum skæðasta ebólafaraldri sögunnar, og verða fimmtíu sérfræðingar á þeirra vegum sendir út til Vestur-Afríku á næstu vikum. Helstu áherslur þeirra verða að fækka smitum með auknum forvörnum og skipulagi og að koma í veg fyrir að veiran dreifi sér til nærliggjandi landa.

Ástandið vegna ebóluveiru í Vestur-Afríku er mjög slæmt, en þegar hafa 729 látist af völdum veirunnar og yfir þúsund eru sýktir.  Veiran greindist í Gíneu í Vestur-Afríku í ársbyrjun og hefur hún náð að breiðast út til nærliggjandi landa – Sierra Leone og Líberíu, og óttast er að hún hafi nú náð að skjóta upp kollinum í Nígeríu, fjölmennasta ríkis í afríku. Mikill viðbúnaður er í þessum löndum og var neyðarástandi var lýst yfir í Sierra Leone í gær.

Þessi ebólufaraldur er sá skæðasti í sögunni, og er ebólan það banvæn að hún nánast lokar fyrir smitleiðir, þar sem sextíu til níutíu prósent smitaðra eru látnir átta til tólf dögum eftir smit. Meðgöngutíminn getur verið hátt í þrjár vikur og er fólk einkennalaust á meðan þeim tímastendur. Veiran smitast einungis með snertismiti, þ.e komist fólk í snertingu við líkamsvessa af einhverju tagi. 

Staðgengill sóttvarnarlæknis, Guðrún Sigmundsdóttir, telur ekki miklar líkur á að veiran berist hingað til lands. Þó sé mikilvægt að vera vakandi yfir hugsanlegum smitum en  telur ekki nauðsynlegt að grípa til aukinna ráðstafanna á Keflavíkurflugvelli.


Tengdar fréttir

Ebóla berst til Nígeríu

Stjórnvöld í Nígeríu hafa staðfest að líberskur maður hefði látist úr Ebóluveiru þar í landi, fjölmennasta ríki í Afríku.

Hætta ferðamanna á smiti hverfandi

Ekkert lát er á sýkingahrinunni af völdum ebólaveiru sem hófst í Gíneu í byrjun febrúar á þessu ári, að því er fram kemur á vef Landlæknisembættisins.

Tveir Bandaríkjamenn greinast með Ebóla

Fjölmargir læknar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn sem vinna að meðhöndlun ebólufaraldursins í Vestur-Afríku hafa greinst með veiruna.

Kynna 100 milljóna dala átak gegn ebólu

Helstu áhærslur eru að fækka smitum með auknum forvörnum og skipulagi og að koma í veg fyrir að veiran dreifi sér til nærliggjandi landa.

Skólum lokað vegna Ebólu

Flestir opinberir starfsmenn Líberíu hafa verið sendir í 30 daga leyfi og herinn hefur verið kallaður út

Ebólasmitaður maður til Bandaríkjanna

Sjúkrahús í Atlanta í Bandaríkjunum býr sig nú undir að taka á móti bandarískum hjálparstarfsmanni sem smitaðist af hinnum banvæna ebóla-vírusi í Vestur-Afríku.

Bretar óttast ebólufaraldur

Ebólaveira er alvarleg ógn við Bretland að sögn Philip Hammond, utanríkisráðherra landsins.

Hæsta viðbúnaðarstigi lýst yfir

Yfirvöld í Nígeríu hafa lýst yfir hæsta viðbúnaðarstigi eftir að karlmaður frá Líberíu lést úr ebólu þar í landi í vikunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×