Erlent

Bandaríkjamenn kenna Rússum um árásina á bílalestina

Bílalestin áður en hún lagði af stað.
Bílalestin áður en hún lagði af stað. MYND/RAUÐI HÁLFMÁNINN
Bandaríkjamenn segja að Rússar séu ábyrgir fyrir árásinni á bílalest sem var að flytja hjálpargögn til Aleppo í Sýrlandi í vikunni. Tólf fórust í árásinni og hefur Breska ríkisútvarpið eftir bandarískum heimildamönnum að árásin hafi verið gerð af tveimur rússneskum herþotum.

Rússar fullyrða hinsvegar að hvorki hafi verið um rússneskar, né sýrlenskar þotur að ræða. Þeir fullyrða að árásin hafi verið gerð frá jörðu og ekki úr lofti. Árásin hefur valdið því að engin hjálpargögn berast nú til stríðshrjáðra svæða í Sýrlandi og svo virðist sem vopnahléið sem komið var á, sé úr sögunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×