Erlent

Bandaríkjaher mun áfram taka þátt í stríðinu í Afganistan

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá hernaði Bandaríkjanna í Afganistan.
Frá hernaði Bandaríkjanna í Afganistan. Vísir/Getty
Barack Obama, Bandaríkjaforseti, hefur ákveðið að Bandaríkjaher muni taka þátt í hernaði í Afganistan á næsta ári.

Fyrr á þessu ári tilkynnti hann að herinn myndi láta af öllum hernaði í landinu árið 2015. Breytt stefna forsetans endurspeglar hversu erfiðri stöðu hann er í vegna ástandsins í Afganistan, að því er kemur fram í The New York Times.

Obama hafði áður lofað að Bandaríkin myndu alfarið hætta þátttöku sinni í stríðinu í Afganistan en varnarmálaráðuneytið telur að ekki sé hægt að hætta hernaði strax á næsta ári þar sem enn séu fjölmörg óleyst verkefni í landinu.

Forsetinn hefur því ákveðið að á næsta ári muni Bandaríkjaher halda áfram að berjast við talíbana og aðra hryðjuverkahópa, ásamt afganska hernum, meðal annars með loftárásum. 9.800 bandarískir hermenn taka enn þátt í stríðinu í Afganistan en voru þegar að mest lét yfir 100.000 talsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×