Körfubolti

Bandaríkin unnu gullið | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kyrie Irving skoraði 26 stig fyrir heimsmeistarana í kvöld.
Kyrie Irving skoraði 26 stig fyrir heimsmeistarana í kvöld. Vísir/Getty
Bandaríkin urðu í gærkvöld heimsmeistarar í körfubolta eftir 129-92 sigur á Serbíu í úrslitaleik.

Bandaríkin, sem komust í úrslitaleikinn með því að vinna Litháen í undanúrslitum, voru með undirtökin allt frá byrjun. Eftir fyrsta leikhluta var staðan 35-12 og þegar liðin gengu til búningsherbergja var munurinn orðinn 26 stig, 67-41.

Bandaríkin héldu uppteknum hætti í seinni hálfleik og unnu að lokum öruggan 37 stiga sigur, 129-92. Kyrie Irving, leikmaður Cleveland Cavaliers, var stigahæstur í liði Bandaríkjanna með 26 stig, en fyrirliðinn James Harden kom næstur með 23 stig. Nikola Kalinic og Nemanja Bjelica skoruðu 18 stig hvor fyrir Serbíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×