Erlent

Bandaríkin senda fleiri hersveitir til Sýrlands: Þjálfa uppreisnarmenn

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Bandaríkin hyggjast senda fleiri hermenn til Sýrlands til þess að aðstoða í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum Ríki Íslams. Guardian greinir frá en þetta kom fram í tilkynningu frá varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Ash Carter.

Á þriðja hundrað bandarískra hermanna eru nú þegar á svæðinu og vinna að þjálfun kúrdískra og arabískra uppreisnarmanna sem berjast við Íslamska ríkið. Fjöldi hermanna sem bætt verður við þá tölu er um tvöhundruð.

Carter gagnrýndi ríki á svæðinu fyrir að gera ekki nóg til þess að koma á stöðugleika á svæðinu. Þar tilgreindi hann sérstaklega ríki á Arabíuskaganum sem hann sagði nauðsynlegt að beittu sér í meira mæli fyrir stöðugleika í Miðausturlöndum.

Megináherslan er á að taka borgina Raqqa af Íslamska ríkinu en borgin hefur lengi verið undir stjórn samtakanna.


Tengdar fréttir

Uppreisnarmenn nánast að falli komnir í borginni Aleppo

Stjórnarherinn í Sýrlandi hefur náð gamla bæjarhlutanum í Aleppo úr höndum uppreisnarmanna. Megnið af borginni allri er nú á valdi stjórnarhersins. Tvær og hálf milljón manna bjó í borginni þegar átök hófust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×