Golf

Bandaríkin með gott forskot fyrir lokadag Ryder-bikarsins

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Rory hefur verið öflugur en liðsfélagar hans hafa ekki náð sér á strik.
Rory hefur verið öflugur en liðsfélagar hans hafa ekki náð sér á strik. Vísir/Getty
Bandaríska liðið er með þriggja stiga forskot fyrir lokadag Ryder-bikarsins í golfi eftir góðan lokasprett á öðrum degi.

Bandaríska liðið byrjaði helgina af krafti og vann allar fjórar viðureignirnar í fjórmenningi á dögunum en keppt var í fjórbolta í dag.

Evrópsku kylfingarnir byrjuðu betur og náðu að minnka muninn niður í eitt stig eftir fyrri átján holur vallarins.

Rory McIlroy og Thomas Pieters jöfnuðu metin fyrir Evrópu í fyrsta holli á seinni hring dagsins en bandaríska liðið tók seinustu þrjá leikina og náði góðu forskoti á ný fyrir lokahringinn.

Alls eru tólf stig eftir í pottinum fyrir lokadaginn en bandaríska liðið þarf fimm stig til viðbótar til þess að tryggja sér Ryder-bikarinn á heimavelli.

Útsending frá lokadegi Ryder-bikarsins hefst klukkan 16:00 og er í beinni útsendingu á Golfstöðinni á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×