Sport

Bandaríkin með flest verðlaun í Ríó

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bandaríkin vann til 120 verðlauna í Ríó.
Bandaríkin vann til 120 verðlauna í Ríó. vísir/getty
Bandaríkin unnu til flestra verðlauna á Ólympíuleikunum í Ríó, en leikunum lauk nú fyrir skömmu. Alls unnu þeir til 120 verðlauna samtals.

Bandaríkin vann samtals 45 gull, 37 silfur og 38 verðlaun, en síðasta gullið kom í kvöld þegar Bandaríkin rústaði Serbíu í úrslitaleiknum í körfubolta.

Stóra-Bretland varð í öðru sæti yfir þau lönd sem vann flest gullverðlaun, en Stóra-Bretland vann 27 gullverðlaun og samanlagt 67 verðlaun.

Kína varð hins vegar í öðru sæti yfir flest verðlaun. Kína vann 70 verðlaun, en Rússland kom svo í fjórða sæti með 56 verðlaun þar af 19 gullverðlaun.

Bæði Noregur og Danmörk unnu til verðlauna; Noregur vann fern bronsverðlaun, en Danmörk vann tvenn gullverðlaun, þar af ein í handbolta þar sem Guðmundur Guðmundsson er þjálfari, sex silfurverðlaun og sjö bronsverðlaun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×