Erlent

Bandaríkin leggja fé til höfuðs leiðtogum ISIS

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Mennirnir sem um ræðir.
Mennirnir sem um ræðir.
Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa heitið fé fyrir upplýsingar sem geta leitt til handtöku fjögurra foringja ISIS. Lagðar verða tuttugu milljónir Bandaríkjadala, að jafnvirði 2,7 milljarða íslenskra króna, til höfuðs leiðtogunum. BBC greinir frá.

Fjórmenningarnir eru á lista yfir eftirlýsta hryðjuverkamenn. Þeir heita Abdul Rahman Mustafa al-Qaduli, Abu Mohammed al-Adnani, Tarkhan Tayumurazovich Batirashvili og Tariq bin al-Tahar bin al-Falih al-Awni al-Harzi.

Stjórnvöld lofa sjö milljónum Bandaríkjadala fyrir Qaduli, sem sagður er yfirmaður ISIS sem áður var liðsmaður al-Qaeda í Írak. Þá bjóða þau fimm milljónir dollara fyrir upplýsingar um Adnani og Batirashvili og þrjár milljónir fyrir Harzi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×