Erlent

Bandaríkin kanna hvort vopn hafi lent í höndum IS

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP
Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna kannar nú hvort hluti vopnasendingu sem ætluð var Kúrdum sem verja bæinn Kobane gegn vígamönnum Íslamska ríkisins hafi endað í höndum vígamannanna. IS birti í gær myndband sem virðist sýna hluta sendingarinnar, sem sjá má hér að neðan.

Talsmaður Pentagon sagði meirihluta 27 vopnasendinga sem varpað var úr flugvélum hafa lent í réttum höndum, samkvæmt BBC. Hann sagði Kúrda stjórna flestum hverfum borgarinnar, en þó stafaði enn ógn af IS.

IS gerði stórsókn gegn Kúrdum í Kobane á mándaginn, en verjendum tókst að brjóta hana á bak aftur með hjálp loftárása frá Bandaríkjunum og bandamönnum þeirra. Bardagar hafa staðið yfir svo vikum skiptir og hafa flestir óbreyttir borgarar flúið til Tyrklands.

Tyrkir segjast ætla að hleypa þeim sem vilja taka þátt í vörn bæjarins yfir landamærin en ekki liggur fyrir hvenær það verður leyft.


Tengdar fréttir

Átök hefjast í Kobane að nýju

Talið var að varnarlið Kúrda hefði unnið bug á sókn liðsmanna Íslamska ríkisins, sem vilja ná landamærabænum á sitt vald.

Heimila Írökum að aðstoða Kúrda í Kobane

Tyrknesk stjórnvöld hafa ákveðið að heimila för írakskra Kúrda yfir sýrlensku landamærin til að leggja baráttunni gegn liðsmönnum ISIS í borginni Kobane lið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×