Bandaríkin heimila verksmiđju á Kúbu

 
Erlent
16:15 15. FEBRÚAR 2016
Fyrirtćkiđ, sem er í eigu tveggja manna frá Alabama, hyggst smíđa um ţúsund dráttarvélar á ári.
Fyrirtćkiđ, sem er í eigu tveggja manna frá Alabama, hyggst smíđa um ţúsund dráttarvélar á ári. VÍSIR/GETTY

Bandarísk stjórnvöld hafa í fyrsta sinn í rúma hálfa öld gefið grænt ljós á byggingu bandarískrar verksmiðju á Kúbu.

Fyrirtækið, sem er í eigu tveggja manna frá Alabama, hyggst smíða um þúsund dráttarvélar á ári.

Bandaríska fjármálaráðuneytið tilkynnti þeim Horace Clemmons og Saul Berenthal að Bandaríkjastjórn hafi heimilað þeim að hefja starfsemi á Kúbu.

Þeir Clemmons og Berenthal eru menntaðir tölvunarfræðingar sem stefna að því að smíða um þúsund smærri dráttarvélar á ári til að selja bændum á eyjunni.

Vonast er til að verksmiðjan opni í upphafi næsta árs á sérstöku landsvæði sem Kúbustjórn hefur tekið frá til að lokka til sín erlenda fjárfesta.

Stjórnvöld í Bandaríkjunum og Kúbu hafa síðustu mánuði unnið að bættum samskiptum ríkjanna. Þannig opnuðu ríkin sendiráð í höfuðborgunum Washington DC og Havana síðasta sumar en það var álitið eitt mikilvægasta skrefið í átt að bættum samskiptum ríkjanna.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Erlent / Bandaríkin heimila verksmiđju á Kúbu
Fara efst