MIĐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ NÝJAST 06:00

Bestu vinir urđu silfurvinir

SPORT

Bandaríkin heimila verksmiđju á Kúbu

 
Erlent
16:15 15. FEBRÚAR 2016
Fyrirtćkiđ, sem er í eigu tveggja manna frá Alabama, hyggst smíđa um ţúsund dráttarvélar á ári.
Fyrirtćkiđ, sem er í eigu tveggja manna frá Alabama, hyggst smíđa um ţúsund dráttarvélar á ári. VÍSIR/GETTY

Bandarísk stjórnvöld hafa í fyrsta sinn í rúma hálfa öld gefið grænt ljós á byggingu bandarískrar verksmiðju á Kúbu.

Fyrirtækið, sem er í eigu tveggja manna frá Alabama, hyggst smíða um þúsund dráttarvélar á ári.

Bandaríska fjármálaráðuneytið tilkynnti þeim Horace Clemmons og Saul Berenthal að Bandaríkjastjórn hafi heimilað þeim að hefja starfsemi á Kúbu.

Þeir Clemmons og Berenthal eru menntaðir tölvunarfræðingar sem stefna að því að smíða um þúsund smærri dráttarvélar á ári til að selja bændum á eyjunni.

Vonast er til að verksmiðjan opni í upphafi næsta árs á sérstöku landsvæði sem Kúbustjórn hefur tekið frá til að lokka til sín erlenda fjárfesta.

Stjórnvöld í Bandaríkjunum og Kúbu hafa síðustu mánuði unnið að bættum samskiptum ríkjanna. Þannig opnuðu ríkin sendiráð í höfuðborgunum Washington DC og Havana síðasta sumar en það var álitið eitt mikilvægasta skrefið í átt að bættum samskiptum ríkjanna.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Erlent / Bandaríkin heimila verksmiđju á Kúbu
Fara efst