Erlent

Bandaríkin banna raftæki í flugum frá átta löndum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Fartölvur verða ekki leyfðar í vélunum.
Fartölvur verða ekki leyfðar í vélunum. vísir/getty
Bandaríkin hyggjast banna flugfarþegum sem ferðast frá átta löndum þar sem múslimar eru meirihluti íbúa að taka með sér stærri raftæki um borð í vélarnar en um er að ræða tæki líkt og fartölvur, spjaldtölvur og myndavélar.

Farþegum verður enn leyft að taka með sér síma og lækningatæki en bannið hefur áhrif á níu mismunandi flugfélög sem fljúga frá tíu flugvöllum í löndum Jórdaníu, Egyptalandi, Marokkó, Tyrklandi, Sádi Arabíu, Quatar, Sameinuðu arabísku furstadæmunu og Kúveit.

Samkvæmt frétt BBC er bannið sett í kjölfar upplýsinga sem njósnarar á vegum bandarískra yfirvalda komust yfir erlendis. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur ekki viljað tjá sig um málið en fastlega er búist við því að það sendi frá sér yfirlýsingu í dag.

Enginn tímarammi hefur verið settur um bannið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×