Innlent

Banananaut dekruð með ávöxtum og grænmeti

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Þrjátíu naut á bænum Vatnsenda í Flóa kvarta ekki með bauli því það er dekrað við þau alla daga. Ástæðan er sú að þau fá grænmeti og ávexti með heyinu og fóðurbætinum. Nautin eru hrifnustu af banönum og sum eru svo klár að þau ná að taka hýðið af áður en átið hefst.

Á Vatnsenda eru rekið kjúklingabú, nautabú og þar er líka vélsmiðja og nokkrar kindur. Eydís Rós og Ingvar Guðni eru tiltölulega nýbyrjuð með nautin en þau selja kjötið af þeim undir merkjum Flóanauts. Grænmetið og ávextirnir sem nautin fá er það sem ekki selst í verslunum.

Á búinu er líka kjúklingaeldi en pláss er fyrir 16 þúsund fugla í húsunum. Þá eru 10 kindur á bænum sem allar eru bornar. Eydís segir alltaf jafn gaman að sjá þegar nautin fá sér banana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×