SUNNUDAGUR 26. MARS NÝJAST 16:45

Bjarki međ sex mörk í öruggum sigri

SPORT

Balotelli skorađi ţegar AC Milan komst í bikarúrslitin

 
Fótbolti
22:14 01. MARS 2016
Mario Balotelli fagnar hér marki sínu í kvöld.
Mario Balotelli fagnar hér marki sínu í kvöld. VÍSIR/GETTY

AC Milan er komið í bikarúrslitaleikinn á Ítalíu eftir 5-0 sigur í kvöld í seinni undanúrslitaleik sínum á móti C-deildarliði  Alessandria.

AC Milan vann fyrri leikinn 1-0 á útivelli og þar með 6-0 samanlagt.

AC Milan mætir annaðhvort Internazionale eða Juventus í úrslitaleiknum í Róm 21. maí næstkomandi en Juve vann fyrri undanúrslitaleik þeirra 3-0 og er því í góðri stöðu.

Tvö mörk frá Jérémy Ménez og eitt frá Alessio Romagnoli komu AC Milan í 3-0 í fyrri hálfleik og úrslitin voru þá endanlega ráðin.

Mario Balotelli var í byrjunarliði AC Milan og skoraði fimmta og síðasta markið á 89. mínútu en áður hafði Alessio Romagnoli skoraði sitt annað mark í leiknum.

Mario Balotelli hafði einnig skorað sigurmarkið í fyrri leiknum en þetta eru fyrstu mörkin hans síðan að hann snéri til baka eftir meiðsli.

AC Milan hefur ekki unnið ítalska bikarinn í þrettán ár eða síðan liðið vann Roma í tveimur úrslitaleiknum árið 2003.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Balotelli skorađi ţegar AC Milan komst í bikarúrslitin
Fara efst