Enski boltinn

Balotelli fékk eins leiks bann og sekt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mario Balotelli.
Mario Balotelli. Vísir/Getty
Mario Balotelli, framherji Liverpool, fékk eins leiks bann og 25 þúsund punda sekt, eða tæpar fimm milljónir íslenskra króna, fyrir óheppilega myndbirtingu sína á Instagram á dögunum.

Enska knattspyrnusambandið kærði Mario Balotelli sem varði myndbirtinguna til að byrja með ítalski framherjinn en fjarlægði myndina að lokum og baðst afsökunar.

Myndin var af aðalkarakternum úr Super Mario tölvuleiknum en undir hana skrifaði Balotelli móðgandi texta þar sem fram komu orðin „Stekkur eins og svartur maður og safnar smápeningum eins og Gyðingur."

Liverpool sættir sig við ákvörðun enska sambandsins og Balotelli mun taka út bannið í leiknum á móti Arsenal um helgina.

Mario Balotelli hefur átt erfitt uppdráttar síðan að hann kom til Liverpool en hann hefur sem dæmi aðeins náð því að skora 2 mörk í 15 leikjum í öllum keppnum á þessari leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×