Enski boltinn

Balotelli er ekki einstakur - bara venjulegur leikmaður

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Mario Balotelli hefur átt erfitt uppdráttar hjá Liverpool.
Mario Balotelli hefur átt erfitt uppdráttar hjá Liverpool. vísir/getty
Adel Taarabt, leikmaður QPR í ensku úrvalsdeildinni, segir fyrrverandi samherja sinn Mario Balotelli bara venjulegan leikmann sem hafi farið illa með þau tækifæri sem hann hefur fengið á ferlinum.

Balotelli hefur ekkert getað með Liverpool síðan hann gekk í raðir liðsins frá AC Milan, en samt sem áður hafa ítalskir miðlar skrifað um mögulega endurkomu hans til Inter í Seríu A í janúar.

„Ég veit ekki hvort hann komi aftur. Við vitum allir að Balotelli er frábær leikmaður, en það er erfitt að ætla fá hann núna þar sem hann er nýkominn til Liverpool,“ segir Javier Zanetti, varaforseti Inter, við Sky Italia.

„Að því sögðu þá fundum við 21. desember eftir leikinn gegn Lazio og förum yfir það sem okkur vantar á leikmannamarkaðnum í janúar.“

Balotelli er aðeins búinn að skora tvö mörk í fjórtán leikjum fyrir Liverpool og skilur Adel Taarabt, sem spilaði með honum á Milan fyrr á þessu ári, ekki hvað menn sjá í Balotelli.

„Balotelli? Það sögðu mér allir að hann væri stórkostlegur leikmaður. Síðan spilaði ég með honum og get með sanni sagt að hann er sterkur en ekkert fékk mig til að halda hann væri heimsklassa leikmaður. Hann er bara venjulegur leikmaður - ekkert einstakur,“ sagði Adel Taarabt við Sky Italia.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×