Fótbolti

Balotelli: Er rasismi löglegur í Frakklandi?

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Balotelli í leik með Nice
Balotelli í leik með Nice vísir/getty
Foxillur Mario Balotelli spurði áhorfendur hvort „rasismi væri löglegur í Frakklandi,“ eftir 1-1 jafntefli Nice í Bastia um helgina.

„Úrslitin í Bastia í gær voru rétt, við þurfum að vinna betur til að ná okkar markmiði. Dómarinn var líka góður en ég þarf að spyrja Frakka. Er eðlilegt að áhorfendur í Bastia gefi frá sér apahljóð og ‚uh uh‘ allan leikinn og enginn segi neitt?,“ spurði Balotelli eftir leikinn.

„Er rasismi löglegur í Frakklandi? Eða aðeins í Bastia? Fótbolti er frábær íþrótt en fólk eins og í Bastia gera hann viðbjóðslegan.“

Tvö stig voru tekin af Bastia tímabilið 2007-2008 vegna rasisma stuðningsmanna í Ligue 2 leik.

Nice er í efsta sæti Ligue 1 með 46 stig eftir 21 leik. Bastia er í 15. sæti með 21 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×