Fótbolti

Bale er hræddur við að skjóta á markið

Gareth Bale.
Gareth Bale. vísir/getty
Walvesverjinn Gareth Bale, leikmaður Real Madrid, virðist láta baul áhorfenda hafa áhrif á leik sinn.

Tvisvar í janúar hafa stuðningsmenn Real Madrid baulað á hann og sakað hann um að vera eigingjarnan. Fyrst gegn Espanyol, er hann gaf ekki boltann á Ronaldo, og svo gegn Real Sociedad.

Tölfræðin sýnir að Bale hefur breytt sínum leik síðan seinna atvikið kom upp.

Hann hefur aðeins skotið á markið tólf sinnum á síðustu 450 mínútum í deildinni. Það er skot á 37,5 mínútna fresti.

Fyrir atvikið gegn Sociedad var Bale að skjóta á markið á 22,9 mínútna fresti. Menn segja að þessi mikli munur geti ekki verið tilviljun.

Hann hefur þess utan ekki skorað í sjö leikjum og þetta er hans lengsta bið eftir marki síðan hann gekk í raðir félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×