Innlent

Baldvin fyllir í skarð Sigmars í Kastljósinu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Baldvin Þór Bergsson.
Baldvin Þór Bergsson.
Baldvin Þór Bergsson hefur verið ráðinn einn umsjónarmanna Kastljóss. Baldvin kemur inn í Kastljósteymið fyrir Sigmar Guðmundsson sem gegndi áður stöðu ritstjóra þáttarins. Kjarninn greinir frá.

Baldvin hefur verið búsettur í Svíþjóð undanfarin ár en þekkir ágætlega til í Efstaleitinu þar sem hann hefur áður starfað, meðal annars sem íþróttafréttamaður.

Þóra Arnórsdóttir, nýr ritstjóri Kastljóss, sagði í tilkynningu í júlí að til stæði að efla Kastljós enn frekar í vetur. Tveir af umsjónarmönnum þáttarins verða þó ekki með í vetur því auk Sigmars lauk samningi Jóhannesar Kr. Kristjánssonar við Kastljós í vetur.

Sigmar ákvað að segja ritstjórastarfi sínu lausu vegna baráttu sinnar við bakkus. Í viðtali við Vísi í júlí sagðist hann vera að vinna í batanum.

„Stressið og álagið og þessir löngu vinnudagar henta mér engan veginn meðan ég sinni batanum og fjölskyldunni. Um þetta erum við, ég og yfirmenn mínir, algjörlega sammála. Ég hef óskað eftir þægilegri innivinnu á skrifstofutíma,“ sagði Sigmar við Vísi. Hann mun þó sjá um Útsvar áfram.

Kastljós er í sumarfríi en þátturinn fer aftur í loftið þann 24. ágúst.


Tengdar fréttir

Sigmar hættir í Kastljósinu

Unnið að breytingum á Kastljósi. Skoðað hvort Djöflaeyjan tengist þættinum með óbeinum hætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×