Innlent

Baldur býður sig fram aftur

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Baldur Ágústsson hefur ákveðið að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands
Baldur Ágústsson hefur ákveðið að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands Vísir/E.Ól
Baldur Ágústsson, fasteignasali í Bretlandi, hefur ákveðið að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands í forsetakosningunum í sumar. Baldur bauð sig einnig fram árið 2004.

Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu Baldurs. Þar kemur fram að Baldur ætli sér að endurvekja virðinguna fyrir embætti forseta Íslands, hann ætli sér að vera sameiningartákn þjóðarinnar allrar og beita sér fyrir bættri þjónustu við sjúka aldraða og öryrkja auk þess sem hann vill vekja athygli á skuldasöfnun ungs fólks.

Baldur bauð sig fram gegn Ólafi Ragnari Grímssyni árið 2004 og hlaut hann 13.250 atkvæði eða um 12,9 prósent greiddra atkvæða.

„Framboðið var ánægjuleg reynsla og jók áhuga minn á embættinu og vegferð lands og þjóðar. Fullvissa mín um enn betra land og hamingjusamari og öruggari þjóð hefur styrkst og vaxið með árunum,“ segir í tilkynningu Baldurs.

„Ég vona að við eigum góða framtíð saman.“

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×