Íslenski boltinn

Baldur: Veit hversu mikið Keflavík vildi vinna

Tómas Þór Þórðarsson skrifar
Baldur Sigurðsson heldur áfram að vinna bikarinn.
Baldur Sigurðsson heldur áfram að vinna bikarinn. vísir/AndriMarinó
"Við vorum lélegir í fyrri hálfleik - mjög daprir," sagði annars sigurreifur fyrirliði KR, Baldur Sigurðsson, við Vísi eftir bikarúrslitaleikinn í dag sem KR vann, 2-1.

"Sendingarnar voru lélegar hjá okkur, en við eigum bara að hrósa Keflavík fyrir það. Þeir voru að gera sitt mjög vel."

"Í seinni hálfleik fannst mér samt aldrei spurning um hvort liðið myndi vinna og það skipti miklu máli að mínu mati að við skyldum jafna strax. Ef við hefðum ekki gert það hefði verið erfitt að skora því þeir hefðu bara bakkað ennþá meira," sagði Baldur.

Harka fór að færast í leikinn síðari hlutann í fyrri hálfleik. Baldri kom það ekkert á óvart enda var hann hinum megin við borðið þegar liðin mættust síðast 2006 í bikarúrslitum.

"Ég veit hvernig það er að vera í Keflavík og veit því alveg hversu ógeðslega mikið þeim langaði að vinna þennan leik. Síðasti titill sem Keflavík vann var náttúrlega 2006. Þeir mættu í leikinn með góða leikáætlun. Í seinni hálfleik var þetta samt aldrei spurning og ég vil hrósa mínu liði fyrir sína frammistöðu í dag," sagði Baldur.

Aðspurður að lokum hvort betra liðið hafi unnið í dag svaraði hann brosandi um hæl: "Ég held að betra liðið vinni nú alltaf."


Tengdar fréttir

Kristján: Kjánalegt mark undir lokin

Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, var hundfúll í leikslok eftir 2-1 tap gegn KR, í úrslitaleik Borgunarbikarsins.

Rúnar: Kjartan Henry veit hvar boltinn kemur

Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var kampakátur í leikslok þegar Guðjón Guðmundsson greip hann í viðtal strax eftir sigur KR á Keflavík í úrslitaleik Borgunarbikarsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×