Enski boltinn

Balague: City reynir að sannfæra Messi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Messi í leik með Barcelona.
Messi í leik með Barcelona. vísir/getty

Guillem Balague, knattspyrnusérfræðingur Sky Sports á Spáni, segir að Manchester City sé að sannfæra Lionel Messi um að ganga í raðir enska liðsins frá Barcelona.

The Sun greindi frá því á föstudag að Messi sé í viðræðum við City, en talið er að honum hafi verið boðið um 800 þúsund pund á viku hjá City. Pep Guardiola, núverandi stjóri Bayern Munchen og fyrrverandi stjóri Barcelona, er líklegur til að taka við City eftir tímabilið og það er talið vekja áhuga Messi.

„Við höfum sagt frá því að það eru þrjú ensk félög búinn að ræða við fulltrúa Messi og segja að þau séu tilbúinn að taka hann. Á þessum tímapunkti er hann að þéna um 40 milljónir evra sem er í kringum 35 milljónir punda - sem er ekki langt frá 800 þúsund pundum á viku,” sagði Balague.

„Öll félögin eru viljug til að fá hann og ég er viss um að City sé eitt af þeim, að þeir séu að reyna sannfæra hann. Ef Manchester City ræður Pep Guardiola se þjálfara, myndi það hafa áhrif á ákvörðun Messi? Klárlega.”

„En þú verður að taka það fram að Messi er hjá Barcelona, hann vill vera áfram hjá Barcelona, en dyrnar hafa aldrei verið eins opnaðar og nú. Það þýðir ekki að hann sé að fara, en það þýðir að hann sé að hlusta,” sagði spænski spekingurinn.

Messi hefur skorað 431 mark í 526 leikjum fyrir Barcelona, en hann hefur verið í skattavandræðum á Spáni. Balague telur að það muni ekki verða ástæða þess ef Messi hverfur á braut.

„Þetta snýst ekki um peninga,” sagði Balague og bætti við að lokum: „Þetta er klárlega ekki um peninga eða að Barcelona sé að Neymar sé að fá nýjan samning, það hefur ekkert að gera varðandi þetta,” sagði Balague að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×