Erlent

Baghdadi hvetur til sjálfsvígsárása

Atli Ísleifsson skrifar
Ef þarna er í raun og veru um al-Bagdadi að ræða, er það í fyrsta sinn síðan á síðasta ári sem til hann heyrist.
Ef þarna er í raun og veru um al-Bagdadi að ræða, er það í fyrsta sinn síðan á síðasta ári sem til hann heyrist. Vísir/AFP
Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi ISIS-samtakanna, hvetur sína menn í Mosúl til dáða og segist sannfærður um sigur í baráttunni um borgina sem nú stendur sem hæst.

Áróðursdeild ISIS sendi í morgun frá sér hljóðupptöku sem sögð er innihalda hvatningarorð frá Baghdadi þar sem hann talar til þeirra stríðsmanna sinna sem hafa komið sér fyrir í stórborginni Mósul þar sem þeir berjast nú við írakskar öryggissveitir og hersveitir Kúrda.

Talið er að um fimm þúsund vígamenn ISIS séu í borginni og segir al-Baghdadi að það sé þúsund sinnum betra að berjast til síðasta blóðdropa í stað þess að flýja í skömm.

Ef þarna er í raun og veru um al-Bagdadi að ræða, er það í fyrsta sinn síðan á síðasta ári sem til hann heyrist.

Á upptökunni má heyra Baghdadi hvetja stuðningsmenn ISIS í öðrum löndum til að framkvæma sjálfsvígsárásir, valda eyðileggingu og láta blóð vantrúaðra flæða.


Tengdar fréttir

Íraksher kominn inn í úthverfi Mosúlborgar

Tugir þúsunda hafa flúið frá nágrannabyggðum Mosúl síðan sóknin hófst fyrir rúmri viku. Bandaríkjaher sagður hafa orðið átta manna fjölskyldu að bana með loftárás á heimili hennar. Á meðal þeirra sem fórust voru átta börn.

Amnesty sakar hersveitir í Írak um pyntingar

Hersveitir, sem þó eru ekki hluti af írakska hernum, en leggja honum lið í sókninni gegn ISIS samtökunum í Mosul, eru grunaðar um pyntingar gegn mönnum og drengjum í nærliggjandi þorpum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×