Golf

Bætti sextán ára gamalt met Tiger og 23 ára gamalt met Norman

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Stenson fagnar fugli á 10. braut í dag.
Stenson fagnar fugli á 10. braut í dag. Vísir/Getty
Henrik Stenson skrifaði nafn sitt í sögubækurnar í dag með sigri á Opna breska meistaramótinu í golfi en engum kylfing hefur tekist að ljúka mótinu á færri höggum.

Stenson byrjaði ekki nægilega vel í dag en hann fékk skolla á fyrstu braut og var höggi á eftir Phil Mickelson eftir eina holu á lokahringnum en þá setti Stenson í gír.

Hann fékk þrjá fugla í röð eftir skollann og fimm fugla á fyrri níu holum vallarins en Mickelson var aldrei langt undan.

Hann fékk fimm fugla á seinni níu holunum og aðeins einn skolla og lauk leik á tuttugu höggum undir pari, þremur höggum á undan Mickelson.

Hann bætti einnig metið yfir fæst högg á öllum fjórum hringum mótsins á 264 höggum en fyrra metið var 264 högg þegar Greg Norman sigraði árið 1993.

Þá jafnaði Svíinn sömuleiðis metið yfir besta skor á einum hring á risamóti með því að spila á 63 höggum í dag en það gerði Phil Mickelson einnig á fyrsta keppnidegi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×