Sport

Bætti 21 árs gamalt Íslandsmet

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kolbeinn Höður keppir fyrir Rhodes háskólann í Memphis.
Kolbeinn Höður keppir fyrir Rhodes háskólann í Memphis. vísir/valli
Kolbeinn Höður Gunnarsson bætti í gær 21 árs gamalt Íslandsmet Jóns Arnars Magnússonar í 200 metra hlaupi á móti í Memphis í Bandaríkjunum.

Kolbeinn kom í mark á 20,96 sekúndum og bætti Íslandsmetið um 0,21 sekúndu.

Kolbeinn varð jafnframt fyrsti Íslendingurinn til að hlaupa 200 metrana á undir 21 sekúndu.

Kolbeinn hljóp einnig á undir Íslandsmetinu í 100 metra hlaupi en meðvindur var of mikill til að það fengist gilt.

Kolbeinn hljóp 100 metrana á 10,51 sekúndu en Íslandsmet Ara Braga Kárasonar er 10,52 sekúndur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×